Skotvopnaverkstæði

Skotvopnaviðgerðir

skotvopnaverkstaediEllingsen býður upp á viðgerðir á byssum og tengdum búnaði. Þar má nefna allar almennar viðgerðir, hreinsun og ásetningu og stillingar á sjónaukum. Við framkvæmum einnig skeftismælingar, breytingar á skeftum og beygjum einnig skefti á tvíhleypum fyrir örvhenta.

Það er hann Jói byssusmiður sem fer fyrir skotvopnadeildinni. Hann hefur áratuga reynslu af veiðimennslu og byssuviðgerðum og er fyrir löngu orðinn þekktur meðal veiðimanna fyrir störf sín við skotvopnaviðgerðir. Hann veitir einnig persónulega og góða þjónustu við val á á skotvopnum og öðrum veiðivörum. Jóhann heldur úti eigin vefsíðu þar sem hann kynnir m.a. störf sín og íslenska veiðihnífinn sem hann hannaði sjálfur. Smellið hér til að heimsækja vefsíðuna.

Ef þið hafið fyrirspurnir varðandi viðgerðir og þjónustu á skotvopnum þá vinsamlegast sendið tölvupóst til Jóhanns á johannv@ellingsen.is


Þetta vefsvæði byggir á Eplica